Loading

Þriggja mánaða skaðbrann – notaði samt viðurkennda sólarvörn

Þetta er ekki saga af sólbaðsferð heldur var fjölskyldan einungis utandyra. Foreldrarnir báru samviskusamlega sólarvörn númer 50+ á drenginn sem var þriggja mánaða gamall og áttu sér einskis ills von. Síðar um daginn hljóp drengurinn allur upp og í ljós kom að hann var bæði illa brenndur og með heiftarleg ofnæmisviðbrögð.

Móðurinni var svo mikið um að hún ákvað að deila mynd af drengnum á síðu áströlsku krabbameinssamtakanna en atvikið átti sér stað þar í landi. Vildi hún vara aðra foreldra við og ítrekaði að drengurinn litli hefði ekki verið lengi í beinu sólarljósi. Fjölskyldan hefði farið með hann beint upp á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í þrjá sólarhringa með alvarleg brunasár.

Vörnin sem notuð var er merkt Gurru Grís – eða Pippa Pig og er vottað af áströlsku krabbameinssamtökunum. Verður ekki fullyrt hér um hvort um einstakt tilfelli er að ræða eða hvort sólarvörn frá þessum framleiðanda séu handónýtar en fólk er beðið um að fylgjast með húð barna sinna. Bæði geta þau verið með ofnæmi fyrir sólarvörninni og endrum og eins gerist það að vara er gölluð eða léleg.

X