Loading

STÚLKU MEÐ ÞROSKAHÖMLUN NEITAÐ UM NÝRNAÍGRÆÐSLU

Bandaríkin – Foreldrar tveggja ára gamallar stúlku er æfir eftir að læknar neituðu henni um lífsnauðsynlega nýrnaígræðslu á þeim forsendum að hún sé með þroskahömlun.

Málið er gríðarlega umdeilt enda ekkert í lögum sem leyfir að fólki sé mismunað vegna andlegs þroska. Móðir Amelíu hefur bloggað um málið og þar kemur fram að rök læknanna séu þau að þar sem Amelía muni þurfa mikla umönnun og passa þurfi vel upp á alla lyfjatöku í framtíðinni sé hún ekki heppilegur kandítad í aðgerðina.

Í bloggi hennar segir meðal annars frá samtali hennar við lækninn sem er svohljóðandi:

„Þú ert semsagt að segja mér sem læknir að þú mælir ekki með líffæragjöfinni og þegar nýru hennar gefa sig eftir hálft ár eða svo að ég eigi bara að leyfa henni að deyja þar sem hún er með þroskahömlun? Að það sé engin önnur ástæða að baki synjuninni önnur en sú að hún er með þroskahömlun?”

„Já, en þetta er mjög erfið ákvörðun.”

Það var fjölskyldumeðlimur sem ætlaði að gefa stúlkunni nýra úr sér en Amelía þjáist að heilkenni sem heitir Wolf-Hirschhorn og veldur það þroskahömlun.

Hægt er að lesa blogg móður Amelíu HÉR.

Heimild og ljósmynd: Wolfhirchhorn.org

X