Loading

Þroski og þarfir ungra barna

Ef þú átt svo mikið sem möguleika á að mæta á þennan hitting skaltu ekki missa af þessum viðburði.

Það er engin önnur en Stefanía B. Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá Miðstöð foreldra og barna sem mætir og mun ræða um þarfir og þroska ungra barna og hvernig foreldrar geti hjálpað þeim til að takast á við þroskaverkefni fyrstu áranna. Bókin Fyrstu 1000 dagarnir, eftir Sæunni Kjartansdóttur, verður notuð sem útgangspuntkur en Sæunn er mikill brautriðjandi (og algjör snillingur) á sínu sviði og skrifaði meðal annars bókina Árin sem enginn man, sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla foreldra. Sæunn starfar jafnframt ásamt Stefaníu hjá Miðstöð foreldra og barna.

Hittingurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu. Aðgangur er ókeypis.

Hvar: Bókasafn Garðabæjar
Hvenær: 31. okt. kl. 10

Hér má finna hittinginn á Facebook.

X