Loading

ÞYNGDIST UM 30 KÍLÓ

Söngstjarnan Beyonce greinir frá því í viðtali við Oprah Winfrey sem sýnt verður um næstu helgi að hún hafi verið lengi að jafna sig eftir fæðingu dóttur sinnar, Blue Ivy, sem nú er þrettán mánaða gömul. Hún greinir jafnframt frá því að hún hafi þyngst um tæp þrjátíu kíló á meðgöngunni og það hafi tekið hana þrjá mánuði að ná þeim af sér á ný.

Nú rekur kannski margar í rogastans og setja spurningamerki við töluna þrjátíu kíló og þrjá mánuði. Fleastar konur þyrftu umtalsvert lengri tíma en það en hér ber að hafa í huga að Beyonce hefur atvinnu af útliti sínu (meðal annars) og skiptir það miklu máli að komast aftur í gamla formið. Því þýða þrír mánuðir raunverulega þrír mánuðir af stífum æfingum, útpældu matarræði og nægri hvíld til að missa ekki vitið…

Jafnframt var heimildarmynd um söngkonuna sýnd á HBO sjónvarpsstöðinni nú um helgina. Þar sést Beyonce ítrekað ófrísk og því hægt að formlega afgreiða allar sögusagnir um að staðgöngumóðir hafi verið notuð.

X