Loading

Tíu ára einhverfur drengur handtekinn

Hinn 10 ára gamli John Benjamín Haygood mætti í skólann sinn í síðustu viku til að taka próf. Það síðasta sem nokkur átti von á var að hann færi burt í lögreglufylgd og yrði stungið í fangelsi.

Aðdragandi málsins er sá að drengurinn er með einhverfu en eitthvað hefur gengið illa að fá skólayfirvöld til að sinna honum sem slíkum. Í október varð uppákoma þar sem drengurinn brást illa við refsingu sem hann fékk, svo mjög að hann veittist að kennara sínum og hótaði honum lífláti. Við það var drengnum vikið úr skóla og var jafnframt í kjölfarið kærður. Í opinberum gögnum frá skólanum sem að CNN hefur undir höndum kemur fram að drengurinn hafi fengið ótal tækifæri til að bæta hegðun sína en ekki gert það.

Í síðustu viku viku kom hann aftur í skólann til að taka próf og var ekki alveg nógu hlýðinn að mati skólaryfirvalda og neitaði að taka prófið. Drengurinn er handtekinn og móður hans tjáð að fyrir liggi sex mánaða gömul handtökubeiðni.
Móðir hans er skiljanlega í áfalli og tók myndband af því þegar drengurinn var færður í hendur yfirvalda þar sem hann þurfti að gista yfir nótt.
Að sögn saksóknara verður drengurinn að öllum líkindum ekki kærður enda ekki ætlun yfirvalda að hann lendi á glapstigum.

Meðfylgjandi myndband var tekið af móður drengsis og hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina enda er allt við þetta mál í hrópandi ósamræmi við hvernig á að sinna börnum með einhverfu. Í myndbandinu sést drengurinn grátbiðja lögreglumanninn um að snerta sig ekki…

10-year-old John Haygood has autism. He was arrested Wednesday by the Okeechobee Sheriff's Office when sent to school…

Posted by CBS 12 News on 13. apríl 2017

X