Loading

TÍU ÁRA GÖMUL STÚLKA FÆÐIR BARN

Stúlka, sem talið er að sé einungis tíu ára gömul, eignaðist barn á sjúkrahúsi í Kólombíu á dögunum. Stúlkan tilheyrir ættbálki Wayuu frumbyggja kom inn á sjúkrahúsið og kvartaði undan miklum verkjum auk þess sem henni blæddi. Barnið var tekið með keisaraskurði og heilsast móður og barni vel. Ekki er vitað hver faðir barnsins er eða hvort hann verður ákærður.
Málið er einstaklega viðkvæmt þar sem að Wayuu ættbálkurinn hefur sín eigin lög og reglur og því setur það kólombísk stjórnvöld í töluverð vandræði.

X