Loading

Tók fæðingarmyndirnar sjálf

Við höfum öll heyrt um fyrirbærið Ofurmamma sem er konutýpa sem getur allt. Ef glöggt er að gáð þá erum við allar þannig á góðum dögum en fæstar höfum við gengið svona langt í að græja þetta bara sjálfar… af því að við getum jú allt.

En.. þetta er hins vegar alveg frábær frétt því hún segir frá Lauren Chenault sem ákvað að koma með splunkunýtt sjónarhorn í fæðingarmyndtökuna sína; nefnilega hennar eigið. Fæðing frá sjónarhorni móður er eitthvað sem við heyrum ekki oft af og þess ber að geta að Chenault er ljósmyndari.

Upphaflega hafði hún æltað að gera þetta þegar hún eignaðist fyrra barn sitt en áttaði sig ekki á því hvað hún þyrfti að gera mikið í fæðingunni eins og að halda fótunum á sér. Í seinni fæðingunni var hún betur undirbúin og tók sérlega aðstoðarmenn með sér sem gerði henni kleyft að taka myndirnar.

Það verður að segjast eins og er að þær eru magnaðar… ekki síst vegna þess að þær eru frá sjónarhorni móðurinnar. Það skal þó tekið fram að Chenault horfði ekki í gegnum linsuna heldur voru augu hennar límd á barnið… sem við skiljum vel.

Sjálf sagði Chenault um reynsluna:

Fjórar af nánustu vinkonum mínum og eiginmaður minn voru öll með mér á fæðingarstofunni. Tvær vinkonur mínar, Wendy og Megan, héldu fótunum á mér svo ég gæti tekið myndirnar. Ég var með myndavélina á bringunni þannig að ég gat tekið eins mikið af myndum og ég vildi. Wendy fylgdist vel með og sagði mér síðan að gera mig tilbúna því barnið væri að koma. Þetta var ótrúleg lífsreynsla og nú á ég mynd sem ég tók sjálf af drengnum einungis nokkrum sekúndum eftir að hann fæddist. Það sem við konur getum gert er svo magnað og mig langaði að festa það á filmu.

Síðu Chenault má nálgast hér.

X