Loading

Tók nestið upp á næsta stig

Nicholas Cabalo hafði áhyggjur af því hvað sonur sinn var hlédrægur og átti erfitt með að eignast vini í hádegishléinu í skólanum að hann ákvað að taka til sinna ráða. Vopnaður tússlitum tók hann bréfpoka og skreytti þá listilega með þekktum teiknimyndafígúrum. Myndirnar voru oftar en ekki hluti af stærri seríu – oft upp undir átta myndir en aðeins ein fór í skólann á hverjum degi.

Þar sem börn eru ekki beinlínis þekkt fyrir að geyma umbúðir tók Cabalo upp á því að taka myndir af pokunum og birta á samfélagsmiðlum. Myndirnar eru magnaðar og slógu í gegn í matsal skólans. Cabalo hafði það sem reglu – þar sem pokarnir enda allir í ruslinu – að eyða ekki meira en klukkustund í hverja mynd.

Hann segir að tilgangurinn hafi einnig verið að hvetja son sinn til listsköpunar og til að sýna honum hvað hægt er að gera með nokkrum tússlitum. Hann segist muni halda þessari iðju sinni áfram þar til sonur hans óski formlega eftir því að fá eitthvað aðeins venjulegra. Sá dagur sé ekki kominn enn og fyrir það sé hann þakklátur.

Dásamleg listaverk og dásamlegar minningar.

nesti6

nesti5

nesti4

nesti3

nesti2

nesti1

Heimild: PopSugar

X