Loading

TÓK NÍU DAGA FÆÐINGARORLOF

Það er ekki tekið út með sældinni að vera eins vinsælasta leikkona heims, framleiða einn vinsælsasta sjónvarpsþátt heims og vera nýbökuð móðir. Gamanleikkonan og ofur-penninn Tina Fey er á hátindi ferlis síns um þessar mundir en sjónvarpsþættir hennar 30 Rock njóta gríðarlegra vinsælda auk þess sem allt annað sem hún kemur nálægt virðist verða að gulli. Hún sendi einnig frá sér bókina Bossy Pants sem rauk beint á topp metsölulistans vestanhafs.

Tina eignaðist sem kunnugt er aðra dóttur fyrir nokkru síðan og í viðtali við Brian Wilson sagði hún að það væri útbreiddur misskilningur að fæðingarorlof væri eitthvað orlof. Í reynd sé þetta ávísun á vont sjónvarpsefni um miðjar nætur, algjöra veruleikafirringu vegna áhugaleysis á málefnum líðandi stundar og svo sé þetta alltof stuttur tími. Tæknilega séð hefði hún átt að taka þriggja mánaða orlof en sakir anna hafi þetta í reynd einunigs verið níu dagar.

Ljósmynd: Vanity Fair

X