Loading

Tók selfie á skurðarborðinu

Mæður eru mishressar á skurðarborðinu og verður það að teljast fullkomlega skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Thaise de Mari var sérlega hress í sínum keisaraskurði – svo hress reyndar að hún smellti í eina „sjálfu” þar sem hún lá á skurðarborðinu. Myndin er frábær og er væntanlega fyrsta fjölskyldumyndin.

De Mari er sérlega dugleg að klæða dóttur sína í allskona sniðuga búninga og áhugasamir geta kannað afraksturinn hér. Hún er mjög öflug á Instagram og greinilega vinsæl enda með rúmlega 200 þúsund fylgjendur.

X