Loading

Tók sjálf á móti barninu – í keisarafæðingu

Eftir þrjár keisarafæðingar var von á fjórða barninu. Gefið var að um keisarafæðingu en Sarah Troyer var ekki sátt við að vera ekki virkari þáttakandi í fæðingunni en raun bar vitni. Henni hafði þó tekist að fá læknana til að taka niður tjaldið í þriðja keisaranum til að hún sæi barnið fæðast en þegar komið var að fjórða barninu vildi Sarah meira.

Eftir að hafa lesið grein sem fjallaði að aðkomu mæðra að keisarafæðingu áttaði hún sig á því að hún vildi einmitt hafa fæðinguna þannig úr því að það var ekki valmöguleiki á að reyna eðlilega fæðingu. Ljósmóðir Söruh og eiginmaður hennar studdu hana heilshugar í áætlun sinni en það var bara eitt vandamál: enginn vissi hvaða skurðlæknir yrði á vakt og hvort hann tæki vel í hugmyndina um að hin verðandi móðir „skrúbbaði” sig fyrir aðgerðina og tæki þátt í henni.

Þegar loksins kom að fæðingunni fengu þau lækni sem reyndist „algjörlega frábær.” Hún tók vel í hugmynd Söruh og áður en hún vissi af stóð hún í undirbúningsherberginu og „skrúbbaði” hendurnar og spjallaði rétt eins og um atriði úr Grey´s Anatomy væri að ræða.

Sarah segir þetta hafa verið súrrealíska reynslu. Mikil spenna lá í loftinu enda um að ræða fyrstu keisarafæðinguna á sjúkrahúsinu þar sem móðirin tók á móti barninu.

sarahtroyer

Meðan Sarah var deyfð máttu hendur hennar ekki snerta neitt þar sem þær voru sótthreinsaðar og síðan var hafist handa við að skera. Um fimmtán mínútum síðar var tjaldið tekið niður og skurðlæknirinn lyfti barninu hálft upp úr móðurkviði uns Sarah náði í það og kláraði fæðinguna. Hún segir augnablikið hafa verið „algjörlega einstakt” og hún hafi fellt tár af gleði.

Litla barnið gleypti dálítinn vökva í fæðingunni og þurfti að fá súrefni áður en Sarah gat lagt hann á bringuna á sér en hún segir að þetta hafi verið eins nálægt hefðbundinni fæðingu og hún hafi komist og það sé eitthvað sem hún gleymi aldrei.

Þetta var eins og áður segir fjórða fæðing Söruh en fyrir á hún börn sem eru fjögurra, þriggja og tveggja ára.

 

sarahtroyer2

sarahtroyer3

X