Loading

TÖLVULEIKIR Í FERÐALAGIÐ

Talandi um ferðalög þá er fátt sem toppar að geta lánað barninu eða börnunum iPad eða töflu eða hvað þetta heitir nú allt saman á leiðinni. Börnin geta dundað sér í leikjum, horft á myndir og hagað sér eins og fyrirmyndarbörnin sem þau eru.

Þó er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að kaupa snjallforritin góðu. Þó þau séu ódýr eru mörg þeirra líka algjört peningaplokk og ekki auranna virði. Eitt er þó fyrirtæki sem nýtur mikilla vinsælda meðal foreldra og hafa forritin frá þeim slegið í gegn.

Þetta er Toca Boca og eru leikirnir frá þeim bæði skemmtilegir og vandaðir. Allt frá spítalaleikjum til hárgreiðslustofa, vélmennaverkstæði, teboð, leigubílaþyrla, afmælisleikur og eldamennska… möguleikarnir eru óþrjótandi og til að skoða úrvalið nánar og lesa sér til um hvað hentar barninu best mæli ég eindregið með því að fara inn á heimasíðu TocaBoca og lesa sér til og sjá kynningarstúfa.

X