Loading

TVEGGJA ÁRA Í MEGRUNARAÐGERÐ

Þær sláandi fréttir berast frá Sádí-Arabíu að tveggja ára drengur hafi undirgengist magabandsaðgerð til að stemma stigu við offitu á banvænu stigi. Er drengurinn þar með yngstur í heimi til að fara í slíka aðgerð.

Drengurinn vóg 33 kíló þegar hann fór í aðgerðina en foreldrar hans höfðu árangurslaust reynt að létta hann. Einungis fjórtán mánaða vóg hann 21.3 kíló og var þá settur á sérstakt mataræði til að létta hann sem tókst ekki betur en svo að hann þyngdist um 8 kíló. Gátu læknar ekki fullyrt að foreldrar drengsins hefðu farið eftir mataræðinu sem skyldi. Þegar drengnum var formlega vísað á offitudeild sjúkrahúss í Riyadh vóg hann 29.4 kíló, þjáðist af kæfisvefni og átti erfitt með að beygja fæturna.

Nánar má lesa um málið HÉR.

X