Loading

Tveggja ára tók tryllinginn fyrir framan drottninguna

Hvaða foreldri kannast ekki við “the terrible two´s” – skemmtilegur aldur sem einkennist af sjálfstæðisbaráttu barnsins í flestum myndum. Börn láta þá ekki bjóða sér hvað sem er eins og þessi litli drengur sannaði á dögunum. Honum hafði verið falið það merkilega verkefni að afhenda Elísabetu Bretlandsdrottningu blómvönd en verið var að afhjúpa minnisvarða um stríðið í Írak og Afganistan. Foreldrar drengsins, sem heitir Alfie Lunn, gengdu bæði herþjónustu í stríðunum og því þótti ákaflega viðeigandi að fá son þeirra til að afhenda blómvöndinn. Sá stutti var þó ekki á því og leiði greinilega illa yfir því að þurfa að bíða eftir hennar hátign og sjálfsagt var hann ekki par hrifinn af klæðnaði sínum. Hann gerði því það sem flestir jafnaldrar hans myndu gera í hans sporum – hann mótmælti hressilega, foreldrum hans til ævarandi smánar (djók – þetta er frekar fyndið samt og verður pottþétt rifjað upp í brúðkaupinu hans).

X