Loading

Tveir dagar í settan dag: Taskan er tilbúin

Nú er komið að þessu spítala tösku listinn verður nú opinberaður. Ég er nokkuð viss um að þessir spítalatösku listar eru jafn misjafnir og við erum margar því margt sem einni þykir nauðsynlegt þykir annari óþarfi. En auðvitað eru nokkrir hlutir sem eru í alvöru nauðsynlegir.

Hér kemur mitt tösku innihald:

Fyrir barnið:
Bleyjur
Blautþurrkur
3 x kósí náttgallar
5 x samfellur
2x sokkabuxur
A.m.k. eitt “outfit”
Hlýr galli til að fara heim í
Húfa
Vettlingar
Sokkar/klórvettlingar
Teppi

Fyrir mig:
Náttbuxur
Bolur til að sofa í
3x aukabolir
Brjóstagjafahaldari
Brjóstagjafa inlegg
X 5 Spítalabrækur (einnota neta nærbuxur)
Þæinlegar buxur til að fara í heim
Kósí Peysa
Inniskór
Sokkar
Handklæði
Þvottapoka

Snyrtivörur:
Sjampó
Hárnæring
Tannkrem
Tannburti
Hárbusti
Hárspennur
Teyjur
Rakakrem
Varasalvi
Svitalyktaeyðir

Annað:
Jogging buxur á Eirík
Auka bolur f. Eirík
Hnetumix
Snickers
Aquarius drykkur
Vatnsbrúsi
Myndavél
Símahleðslutæki

Þetta er svona já það sem ég setti í töskuna sumum þykir þetta kanksi of mikið og sumum eða of lítið en ég var með svipað tösku innihald í seinustu ferð á spítalann og ég notaði ALLT í töskunni, öll aukafötin sem ég kom með á barnið og allt! Við þurftum náttúrulega að vera í þrjá daga inn á spítalanum seinast því litla krílið fékk guluna en ég var mjög fegin að vera frekar með of mikið en ekki nóg því mér finnst leiðinlegt að þurfa vera senda einhvern fyrir mig að ná í föt og þannig… svona líka af því að viðkomandi myndi örugglega koma með „vitlaus” föt.

En þessir listar eru mjög misjafnir, mér þykir alveg óþarfi til dæmis að vera með maskara og meik og púður og eitthvað svoleiðis með upp á spítala en ég sumum þykir það alveg ómissandi. Svo takið þið líklega eftir að ég tek með mér svona einnota spítalabrækur, þær eru algjört drasl en þú ert hvort sem er með huge dömubindi og þú þarft baisicly bara eitthvað til að halda því á sínum stað og ef þú ert í þessum einnota naríum getur þú bara hent þeim þegar þú skiptir um nærbuxur ef eitthvað fer út fyrir bindið. Spítalabrækur fást 3 í pakka í Rekstrarlandi, man því miður ekki hvað þær kostuðu en þær voru ekki dýrar. Svo var ég búin að heyra það einhvertíma að sumar tækju með sér sinn eginn MJÚKA klósettpappír… því spítala klósettpappír er ekkert endilega neitt voða mjúkur og það væri betra að hafa mjúkann og góðann klósettpappír eftir fæðinguna. Ég lét samt spítala klósettpappírinn bara nægja seinast og get ekkert kvartað man ekki eftir að hann hafi verið eitthvað óþægilegur í notkun, bara venjulegur klósettpappír. Svo taka sumir með sér fartölvu eða i-pad eða eitthvað ég gerði það ekki seinast ég var bara með i-pod til að hlusta á það var alveg nóg, ég hefði aldrei tekið upp tölvuna eða i-padinn og farið horfa á eitthvað mér leið bara of illa til þess. En kanski fínt að hafa eitthvað svona skemmtilegt „dót” fyrir pabbann ef hann þarf að hanga mikið og bíða, minn var með krossgátublað seinast og það hjálpaði eitthvað með að láta tímann líða á meðan allt var í biðstöðu, það og snjallsíminn. En það eru svo sem allir með lítið leiktæki í vasanum sem kallast snjallsími þannig það þarf svo sem ekkert endilega að taka eitthvað spes með nema þá langi, en það er gott að hafa heyrnartól til að henda í þá ef þeir eru að horfa á snapchat eða einhver pirrandi vídeó á Facebook svo þú þurfit ekki að hlusta á það líka.

En já mín basic spítalatösku tips eru; Taktu frekar aðeins of mikið en of lítið, nasl er möst og ég mæli alveg með einhverju djúsí súkkuaði eins og snickers eða einhverju djúsí prótein stykki, hafraklatta eða eitthvað þig langar ekkert endilega í neitt á meðan þú engist um af sársauka en eftir fæðinguna þá verður þú SVÖNG! Ekki klikka á vatnsbrúsanum, það eru bara einhver tíkarlega lítil vatnsglös á spítalanum og það er ekki alveg málið í átökunum. Passaðu uppá það nauðsynlega fyrir barnið; bleyjur og bossaþurrkur, föt og útiföt og ekki gleyma náttbuxunum þínum! Ég gleymdi náttbuxum seinast og fannst það ömurlegt, ég mætti sem betur fer á spítalann í svona aladdin buxum sem voru kósí og þægilegar en ég saknaði náttbuxnanna minna mikið samt. Var bara með buxurnar sem mætti í og svo „heimferðar” buxurnar mínar og það var ekki alveg nógu næs hefði viljað geta skipt yfir í náttbuxur.

En jæja, nú tekur bara biðin við, settur dagur er á sunnudag 26. mars, kemur stubbur um helgina eða ætlar hann að láta bíða eftir sér? – Enginn veit, en við erum a.m.k. tilbúin.

Anna Sigrún

– – –

Ég heiti Anna Sigrún og er 28 ára. Ég á eina dóttur sem heitir Freyja og er fædd þann 1. maí 2015 og síðan er lítill drengur væntanlegur í heiminn í lok mars. Ég hef verið gift í þrjú ár en við höfum verið saman síðan 2009.

Ég bý og vinn í Breiðholti, er að vinna á leikskóla í augnablikinu en það styttist í að ég fari í veikindaleyfi á síðustu vikum meðgöngunnar og við tekur svo fæðingarorlof. Helstu áhugamál mín eru barnauppeldi og barnamenning, förðun, ljósmyndun, DIY stúss og falleg hönnun. Ég hef MJÖG gaman af því að versla og skoða allskonar sniðugt á netinu og svo er ég með skipulagsdellu! Ég er mjög dugleg að búa til allskonar lista og skipulag yfir hvernig er best að skipuleggja hitt og þetta…en ég er ekki alveg jafn góð í að fylgja þeim, sérstaklega innan veggja heimilisins.

– – –

Langar þig að verða bloggari? Ertu sprengfull/ur af hugmyndum? Dugar Facebook ekki lengur til að tjá þín hjartans mál? Ertu sæmilega ritfær og skemmtilegri en allt?
Þá er þetta algjörlega málið fyrir þig.

Umfjöllunarefnið er allt sem viðkemur börnum, hinu daglega lífi, hversdagskrísum, merkilegum uppgötvunum, sniðugum hugmyndum og flest allt þar á milli. Foreldrahandbókin.is er vefsíða sem byggir á samnefndri bók sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en er væntanleg aftur nú á vormánuðum. Síðan hefur alla jafna verið með vinsælustu lífstíls/fréttasíðum landsins og á sér dyggan lesendahóp.

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur póst á netfangið: thora(hjá)foreldrahandbokin.is

X