Loading

ÚBBS! – REYNSLUSAGA ÚR KEISARA

„Úbbs“ Þetta er ekki fyrsta orðið á listanum yfir það sem þú villt heyra lækninn segja þegar þú liggur á skurðarborði í miðri aðgerð.
Ég er nú ekki mjög paranojuð manneskja en þarna sökk hjartað aðeins ofaní maga og í gegnum hugann flaug hvort læknarnir hefði nokkuð misst eithvað inn í mig eða á barnið. Ég hafði þó rænu á að spurja hvað væri og þá var þetta nú ekki merkilegra en það að læknirinn rann af bumbunni þegar þær voru að reyna að ýta litla þrjóskupúkanum mínum út.

Þetta eina litla orð, hefur samt þau áhrif að það gerir þennan keisara fyndinn í minningunni, alltaf þegar ég hugsa um hann man ég eftir þessu og fer að brosa.
Það er einhver furðuleg tilfinning sem erfitt er að útskýra sem fylgir því að fara í keisara, að ligga þarna vakandi á skurðarborði og vita til þess að bara þarna rétt hinumegin við tjaldið eru einhverjir læknar að rista þig á hol í orðsins fyllstu merkingu.

Eftirvæntingin eftir því að hitta barnið sitt, sem er bara rétt ófætt varð til þess að ég pældi lítið í því hvað væri akkúrat að gerast og vildi eiginlega bara að þeir myndu drífa sig aðeins meira því mig langaði svo að sjá litla krílið.
Sem betur fer eiginlega, því ég er frekar klígjugjörn manneskja og mér finnst nógu erfitt ef ég sker mig á puttanum að horfa á það, hvað þá að liggja bara og pæla í því að einhver sé að skera mann opinn!

Svo hverfur þessu hugsun algjörlega um leið og maður heyrir litla krílið gráta í fyrsta skipti, þá vill maður bara að læknarnir drífi sig að sauma mann saman svo maður geti nú fengið að knúsa litla nýfædda barnið sitt sem fyrst!

X