Loading

– UM OKKUR

Foreldrahandbókin er heimasíða helguð flest öllu því er viðkemur meðgöngu, börnum, barnauppeldi og foreldrahlutverkinu. Á síðuna skrifar fjöldinn allur af framúrskarandi sérfræðingum auk blaðamannn og bloggara.

Markmiðið með heimasíðunni er að skapa áhugaverðan vettvang fyrir foreldra þar sem börn og foreldrar þeirra eru í forgrunni.

Síðan var stofnuð í nóvember 2010 en kviknaði af alvöru til lífs ári síðar. Í dag hefur hún skipað sér í sess sem ein vinsælasta síða landsins með yfir 15 þúsund notendur í viku hverri.

Síðan byggir að miklu leiti á samnefndri bók eftir Þóru Sigurðardóttur og var upphaflega hugsuð sem viðbót við bókina. Hún hefur þó öðlast sjálfstæða tilveru og er í dag orðin stærri, meiri og skemmtilegri en til stóð…

Ábyrgðarmaður er Þóra Sigurðardóttir
thora(hjá)foreldrahandbokin.is

– – –

UM BÓKINA:

Í Foreldrahandbókinni tekur Þóra Sigurðardóttir saman hagnýtar upplýsingar, ráðleggingar og reynslusögur um allt frá bleyjuskiptum og brjóstagjöf til fæðingarþunglyndis og fyrsta ferðalagsins, en það getur reynst ógnvekjandi upplifun að ferðast með lítinn einstakling. Í bókinni má nálgast hafsjó af fróðleik og upplýsingar um hitt og annað sem nýbakaða foreldra fýsir að vita og gott er að hafa á einum stað.

Þóra hefur um árabil starfað við marga helstu fjölmiðla landsins, meðal annars við dagskrárgerð, blaðamennsku og pistlagerð, auk þess að sinna ritstörfum og þýðingum. Foreldrahandbókin er þriðja bók hennar. Í hana skrifar fjöldi sérfræðinga og geymir hún auk þess aragrúa reynslusagna og góðra ráða frá foreldrum.


„Þessi bók er frábært framtak einstaklings með brennandi áhuga, sem hefur lagt nótt við dag að koma öllu þessu efni fyrir á einum stað, til að efla þekkingu samborgara sinna á líðan foreldra og ungbarna. Til hamingju!“ – Hildur Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir og Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur

Brot úr bókinni

Það hefur komið mér á óvart að í öllum þeim bókum sem ég á í mínum bókahillum um barneignarferlið er hvergi fjallað um atferli barnsins fyrsta sólarhringinn. Það er því von mín að þessi lestur hjálpi ykkur að njóta fyrsta sólarhringsins sem best með barninu ykkar.“

– Helga Sigurðardóttir, ljósmóðir

„Þegar fólk er spurt um mestu hamingjustundir lífsins er sígilt svar: „Fæðing barna minna.“ En það er bara byrjunin. Síðan er að fylgjast með þeim taka út vöxt og þroska skref fyrir skref og verða að einstökum manneskjum. Það kostar blóð, svita og tár en í kaupbæti uppskera foreldrar bros, stolt, gleði, sæluhroll, hlátursköst og hitastraum í hjartanu.“

– Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir

X