Loading

UM SKAÐLEG EFNI Í MATVÖRU

Í gær birtum við frétt um kryddbauk nokkurn út í Bónus sem merktur var sérstaklega: „Getur haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna.” Fréttin hefur vakið sterk viðbrögð meðal foreldra en hafa skal í huga að þessi efni er að finna í fæðunni – það er fyrst núna sem að verið er að merkja skaðsemi þeirra sérstaklega. Það verður því ekki of oft brýnt fyrir foreldrum að lesa vel innihaldslýsingar matvæla og gera sér grein fyrir því hvað fæðan er að innihalda.

Á meðfylgjandi mynd gefur að líta Season All kryddbauk en varað er sérstaklega við asó litarefnum sem hann inniheldur en um slík litarefni er þetta helst að frétta en textinn er fenginn af síðu Neytendasamtakanna:

„Svokölluð asó-litarefni sem sett eru í mat hafa lengi verið umdeild og þau voru bönnuð á Íslandi til ársins 1997. Efnin geta valdið ofnæmisviðbrögðum og einnig hefur leikið grunur á að efnin hefðu óæskileg áhrif á börn og tengsl væri á milli neyslu þeirra og ofvirkni. Niðurstöður breskrar könnunar frá árinu 2007 þóttu staðfesta þetta og í kjölfarið ákvað Evrópusambandið að matvæli sem innihéldi þau 6 litarefni sem rannsökuð voru skyldu merkt með varúðarmerkingu. Neytendasamtökin hafa undrast hversu seint hefur gengið hjá íslenskum framleiðendum að skipta þessum efnum út.

2012 var innleidd reglugerð hér á landi sem skyldar framleiðendur til að setja varúðarmerkingu innihaldi matvæli eitt hinna sex litarefna sem rannsökuð voru og mun þá standa: “heiti eða E-númer litarefnis eða litarefna“: getur/geta haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna.”

X