Loading

UNDIRBÚNINGUR FYRIR FORELDRAHLUTVERKIÐ

Ég man þegar ég átti von á fyrra barninu mínu hvað allir voru tilbúnir að gefa manni góð ráð. Sannarlega voru þau vel þegin enda aldrei vitlaust að læra af reynslu annarra. Algengast var að fólk ráðlegði manni að hvílast vel, taka því rólega, finna innri ró og þar fram eftir götunum. Um daginn rakst ég svo á dásamlegan lista þar sem að móðir nokkur ákvað að taka allt aðra nálgun á undirbúninginn. Þó ég myndi aldrei ráðleggja nokkurri manneskju þessa vitleysu þá er kannski margt vitlausara – en sjálf er ég ennþá þeirrar skoðunar, eigandi tvö börn, að það sé lang best að slaka bara á – sé þess kostur.

Undirbúningslistinn ógurlegi:

1. Stilltu vekjaraklukkuna! Ertu vön að sofa út? Þá verða þetta svakaleg viðbrigði fyrir þig því að börn vakna oft á tíðum mjög snemma. Stilltu vekjaraklukkuna á sex og drífðu þig á fætur. Svefn er nefnilega ekki þannig að maður geti sofir fyrirfram og bætt sér þannig upp allar andvökunæturnar. Taktu þetta skrefinu lengra og stilltu klukkuna á tvö, fjögur og sex. Þegar þú vaknar þarftu að vera vakandi í að minnsta kosti tíu mínútur.

2. Þjálfaðu byssurnar! Með þessu er átt við upphandleggsvöðvana en það verður ekki annað sagt en að það mæði mikið á þeim fyrstu árin eftir að barnið fæðist. Farðu í ræktina og taktu vel á. Svo geturðu tekið þetta skrefinu lengra og sett nokkrar bækur í bílstól og hlaupið um.

3. Liðsforinginn kallar! Mannstu hvað það var næs að geta skotist inn í búð og út í bíl aftur? Búðu þig undir breytingar því þegar barnið er komið er ekkert lengur einfalt. Bleyjur, blautþurrkur, peli, snuð, aukaföt, fleiri aukaföt, barnastóll, beis undir barnastól, kerra, teppi og þar með er þetta ekki upp talið. Að mastera þetta krefst ofurskipulagni og mikilla æfinga. Algengt er að vera næstum-því-með-þetta en þá gleymist allt eitthvað eitt – eins og til dæmis að fara í skó. Einnig er algengt að loksins þegar allt er tilbúði gubbar barnið, kúkar eða vill fá að drekka og þá þarf að rífa alltu upp aftur.

4. Masteraðu kerruna! Það er grundvallaratriði að vera búin að læra á kerruna áður en barnið kemur í heiminn. Kerrur í dag eru oft mikil meistarasmíð og ekki hægt að ganga að því vísu að þið finnið út úr öllu. Kynnið ykkur kerruna því vel, hvernig á að brjóta hana saman, lækka bakið og þar fram eftir götunum.

5. Taktu tímann í sturtu! Sum börn eru alls ekki hrifin af því að foreldrar þeirra fari í bað og sumum foreldrum er meinilla við að vera úr augsýn barnanna í lengri tíma. Sturta er oft eitthvað sem að breytist í munað en þá skiptir máli að gera sturtað sig vel og fjótt. Æfðu þig að fara í fjögurra mínútna sturtu því það er fátt verra en að vera með sjamó í hárinu þegar að barnið fer að gráta.

6. Æfðu þig á annarri! Sum börn geta ekki hugsað sér að vera annarsstaðar en í fangi foreldranna og þá ríður á að geta bjargað sér með annarri. Burðarpokar koma þar sterkir inn en oft dugar ekkert annað en armurinn. Taktu þér því fjögurra kílóa lóð í hönd og farðu á kósettið, settu í þvottavél, vaskaðu upp, búðu um rúmið og málaðu þig…

Eins og lesa má út úr listanum er hann meira til gamans gerður en það er sjálfsagt ekki úr vegi fyrir verðandi foreldra að átta sig á því hvað foreldrahlutverkið getur falið í sér. Sjálf tók ég því rólega enda trúi ég því staðfastlega að það skipti miklu máli að vera eins vel hvíld og kostur er áður en farið er í fæðingu – auk þess sem fyrstu dagarnir taka sérstaklega mikið á oftast nær.

Upprunalega greinin var að finna á babble.com og var eftir Monicu Bielanko.

X