Loading

UNDRABARNIÐ SEM ÞURFTI AÐ KÚKA

Hin þriggja ára gamla Emmelyn Goettger er ekki eins og flestir jafnaldrar hennar – hreint ekki. Hún þykir afburðargáfuð og skoraði svo hátt á gáfnaprófi að hún var boðin velkomin í MENSA sem eru alþjóðleg samtök ofurgreindra einstaklinga í yfir hundrað löndum. Þar með er hún einn yngsti meðlimur samtakanna sem í sjálfu sér er stórmerkilegt en hún var einungis tveggja ára gömul þegar hún fékk 135 stig á prófinu – sem þykir víst frekar gott.

Emmelyn litla mætti í settið á TODAY þættinum í Bandaríkjunum ásamt stoltum foreldrum sínum. Eitthvað var hún þó ekki samstarfsfús því hún þurfti að kúka… bráðfyndið myndband sem sýnir og sannar að meira að segja snillingar þurfa að fara á klósettið endrum og eins.

Visit msnbc.com for breaking news, world news, and news about the economy

X