Loading

UNGBARNAILMVATN FRÁ DOLCE & GABBANA

Flestir foreldrar eru sammála um að lyktin af nýfæddum börnum sé unaðsleg… svo unaðsleg reyndar að Stefano Gabbana, sem er annar helmingur tískutvíeykisins Dolce & Gabbana, tilkynnti á dögunum að fyrirtækið væri búið að hanna ilmvatn ætlað ungbörnum.

Ilmvatnið mun heita I bambini sem þýðir hreinlega „barn” á okkar ylhýra tungumáli.

Lyktin er að sögn Stefano hönnuð til að „faðma og dekra börnin enn frekar” (hvað svo sem það þýðir) og „líkist náttúrulegri lykt barnsins”!!

X