Loading

UNGLINGAVEIKIN HJÁ SJÖ ÁRA

Ég velti því oft fyrir mér hvaða þættir spila inn í þegar það kemur að hamingju barna.

Ég á einn sjö ára strák sem er á mjög miklu mótþróaskeiði núna og er svolítið fastur í orðinu “NEI”.
Til dæmis þegar hann er spurður um skólann og hvernig dagurinn var þá er það orðið svolítið þannig að það er alltaf bara leiðinlegt og hefði alveg geta verið skemmtilegra “ef”.

Það er búið að vera svolítið ról á honum í sambandi við flutninga og koma í nýjan skóla og ég hugsa að það hafi lagst svolítið á sálina hjá honum þar sem hann er nú ekki með stórt hjarta.

En núna er allt komið í gang og skólinn löngu byrjaður ásamt því að hann æfir fótbolta með strákunum í skólanum.
Um daginn kom hann heim úr skólanum og var spurður hvernig dagurinn hefði verið og hann virtist hafa gleymt sér og svaraði óvísvitandi að það hefði nú bara verið mjög gaman og góður matur í hádeginu, hann áttaði sig svo á svarinu sínu og breytti frásögninni örlítið og sagði að það hefði verið skemmtilegra ef hann hefði ekki þurft að fara í dagvist.
Svo er það kvöldmaturinn þá er allt ómögulegt, allur matur vondur og ekkert nógu gott ásamt því að þurfa að fara að sofa það er eins og verið sé að biðja hann um að leggjast á nagladýnu.

Mikið hefur breyst frá því hann var þriggja og fjögur ára og það er kominn smá gelgja í hann og enginn varaði mann við þessu, ég kann ekki á þetta og veit ekki hvort það sé betra að æsa sig og nota 1,2,3 aðferðina eða reyna að tala við hann á rólegu nótunum og útskýra hlutina og hvernig þeir virka.
Við erum komin með broskarla kerfi og það virkar, nema hvað að hann tekur þessu aðeins of alvarlega og sættir sig alls ekki við að fá fýlukarl í kladdann svo ég er ekki alveg viss hvort þetta kerfi sé sniðugt þar sem hann er alltaf að stressa sig útaf því og hafa óþarfa áhyggjur af hegðun sinni til þess að fá ekki fýlukarlinn, er það kanski þannig sem þetta kerfi virkar, á hann að þurfa að vera með óþarfa áhyggjur allan daginn til þess að fá broskallinn sem veitir honum verðlaun í lok vikunnar?

Ég á mikið af góðu fólki í kringum mig sem hefur miklar skoðanir á því hvernig eigi að ala upp sjö ára stráka og aðrir jafnvel eru búnir að greina hann eða mig og eru komnir með áætlun og skýrslu um það hvernig ég eigi að ala hann upp, þykjast vita betur sem jafnvel þau gera sum en sem betur fer eru ekki öll börn eins.
Fróðlegt að fylgjast með hvernig hann spilar á mig suma daga, ég tek jafnvel ekki eftir því fyrr en eftir á.,það sýnir okkur hvað þessi yndislegu börn eru klók.

En líklega eins og flestir foreldrar sem eru að ala upp börn og eiga börn á þessum aldri kannast við þetta “gelgju” tímabil.
Ég held að mér þyki þetta skemmtilegasta tímabilið hans því í leiðinni og ég læri á hans breytingar í lífinu, læri ég hversu mikla þolinmæði ég hef gagnvart honum og hann mér.

Stundum erum við eins og hundur og köttur og getum rifist og tautað í langan tíma en svo átta ég mig á því að ég er ekki sjö ára og ég eigi að sýna fordæmi og það er þá loksins sem við náum að tala saman og átta okkur á hlutunum.
Ég mundi segja að þessi yndislegi sjö ára gutti sem ég á sé að kenna mér heilan helling og eins og ég sagði áðan þá er þetta tímabil í hans lífi eitt það besta sem við höfum upplifað á þessu heimili og hlakkar okkur mjög mikið til komandi ára saman okkur mæðginum og bestu vinunum, knús í hús.

– – –
Ég heiti Heiðrún Baldursdóttir, 25 ára og nýflutt á Akranes úr borg óttans sem leggst svona hrikalega vel í alla heimilismenn. Ég á tvö yndisleg börn, strákurinn minn fæddur í nóvember 2004 og stelpan mín fædd á þrettándanum 2010. Þau eru mjög ólíkir einstaklingar og það er alveg á hreinu að dóttir mín ræður hér ferðum á heimilinu, hún sér alveg um hvenar og hver á að fara fyrstur í bað, í hvaða föt hún eða bróðir sinn á að fara í eftir baðið ásamt fleirum stórum ákvörðunum sem tekið er á þessu heimili.

Ég kláraði nám hjá Snyrtiakademíunni í Kópavogi árið 2007 og fór beint þaðan að vinna á Gló, tók smá pásu í fæðingarorlof 2010 og hélt svo áfram þar.

Í ágúst 2011 tók ég ákvörðun og flutti uppá Skaga með börnin mín tvö og hér höfum við það svo sannarlega gott enda umkringd góðu fólki. Ég er í ljónsmerkinu sem ég segji kannski ekki alltaf frá þar sem ljónið er þekkt fyrir leti, athyglissýki, miðpunktur athyglinnar reyndar líka að vera með fallegt hár, ég skal taka það til mín en hitt verður að segjast ekki ég. Takk og bless.

X