Loading

UPPÁHALDSMYNDIR NAN GOLDIN

Bandaríski ljósmyndarinn Nan Goldin segist eiginlega hætt að mynda fullorðna og hafi þess í stað snúið sér nánast alfarið að því að mynda börn. Goldin er ein af þekktari ljósmyndurum Bandaríkjanna og þykir hafa einstakan stíl. Í viðtali við Guardian tók hún saman nokkrar af sínum uppáhaldsmyndum auk þess sem hún útskýrir af hverju hún elski að taka barnamyndir. Hún segist forðast að stilla börnum upp heldur reyni hún að fanga þau á mynd eins og þau kunni best við sig – eins og þau raunverulega eru.

Viðtalið má lesa HÉR.

Heimild: The Guardian / Ljósmynd: Nan Goldin

X