Loading

UPPSKRIFT AÐ BARNAOLÍUNÆRINGU

Ein athyglisverðasta bókin sem kom út fyrir síðustu jól er gullmolinn Náttúruleg fegurð en í henni er að finna hundruðir snilldar uppskrifa af náttúrulegum fegrunarvörum. Bókin inniheldur allt frá andlitsmöskum til náttúrulegra hárlitunar og getur sparað tugi þúsunda – svo að ekki sé minnst á hversu syndsamlega hollar uppskriftirnar eru. Við erum allavega heilluð og ætlum að deila með ykkur uppskrif að Barnaolíunæringu sem er hárnæring til að setja í litla kolla og virkar eins og kraftaverk.

Barnaolíunæring

  • 3 msk vatn
  • 1 egg 2 msk barnaolía
  • glerskál

Hrærið allt hráefnið vel saman í skálinni og berið í blautt hár. Vefjið handklæði um höfuðið og bíðið í 15 mínútur. Skolið svo úr með sjampói.

Snilldarhárnæring fyrir börn (og fullornða) ekki síst þegar kalt er í veðri.

Heimild: bókin Náttúruleg fegurð eftir Arndísi Sigurðardóttur. Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda.

X