Loading

Uppskrift af hollum muffins

Ég hélt upp á afmæli dóttur minnar 21. janúar og ég var alveg ákveðin í því að hún myndi ekki fá einhverja óholla köku en mig langaði samt að hún fengi einhverja köku þannig ég fór á Pinterest og fann uppskrift af hollum muffins kökum sem mér leist svo vel á og ég var að spá í að deila henni með ykkur því þær slóu alveg í gegn, bæði hjá fullorðnum og börnum og dóttir mín var alveg að elska þær.

Hráefni

 • 1 meðal stór vel þroskaður stappaður banani (u.þ.b ½ bolli þegar búið er að stappa hann)
 • ½ ósætt eplamauk (Applesauce)
 • ¼ bolli hlynsíróp (maple syrup) má nota Agave í staðinn
 • 1 teskeið vanilludropar
 • ¾ bollar hveiti
 • ½ teskeið matarsódi
 • ¾ teskeið kanilduft
 • ¼ teskeið salt
 • 1 ½ bolli hafrar
 • ¼ bolli rúsínur

Aðferð

 1. Hita ofninn í 180°C
 2. Blanda saman í litla skál, stappaða banananum, eplamaukinu, hlynsírópinu og vanilludropunum.
 3. Í annarri skál á að blanda saman höfrunum, hveitinu, matarsódanum, kanilnum og saltinu.
 4. Svo skal hella blautu hráefnunun varlega saman við þau þurru og hræra þangað til það er vel blandað og svo eru rúsínurnar settar saman við.
 5. Svo er bara að setja deigið í muffins form, þær lyfta sér ekki þannig það er best að fylla formið alveg.
 6. Bakið í 10 mín og takið svo úr ofninum og látið kólna í forminu í u.þ.b 5 mín.
 7. Muffins kökurnar geymast svo í 3-4 daga í lokuðu íláti við stofuhita.

Ég fékk 11 muffins útúr einfaldri uppskrift.

– – –

Ég heiti Karitas Harvey og er 25 ára. Ég er að vinna á leikskóla ásamt því að reyna að klára atvinnuflugmannsnám. Ég á eina stelpu sem heitir Adriana og er fædd 21. janúar 2016. Ég er í sambúð með kærastanum mínum og erum við búin að vera saman síðan 2013. Mín aðal áhugamál eru barnauppeldi og flest allt sem tengist börnum, ferðalög, flug og allt sem því tengist og ég hef mjög gaman að því að prjóna og prjóna ég mikið á stelpuna mína.

– – –

Langar þig að verða bloggari?
Ertu sprengfull/ur af hugmyndum? Dugar Facebook ekki lengur til að tjá þín hjartans mál? Ertu sæmilega ritfær og skemmtilegri en allt?
Þá er þetta algjörlega málið fyrir þig.

Við ætlum að endurvekja okkar stórkemmtilega MÖMMUBLOGG og erum að leita að vel skrifandi og áhugaverðum foreldrum til að deila sögum úr lífi sínu.

Umfjöllunarefnið er allt sem viðkemur börnum, hinu daglega lífi, hversdagskrísum, merkilegum uppgötvunum, sniðugum hugmyndum og flest allt þar á milli. Foreldrahandbókin.is er vefsíða sem byggir á samnefndri bók sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en er væntanleg aftur nú á vormánuðum. Síðan hefur alla jafna verið með vinsælustu lífstíls/fréttasíðum landsins og á sér dyggan lesendahóp.

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur póst á netfangið: thora(hjá)foreldrahandbokin.is

X