Loading

Uppskriftir fyrir alla

Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? er spurning sem brennur á mörgum foreldrum og er jafnframt heiti á bók Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur sem kom út árið 2007. Bókin er hreinasta gullnáma enda bæði gagnlegur fróðleikur sem Ebba hefur safnað saman auk fjölda frábærra uppskrifta sem allir ættu að ráða við. Rauði þráðurinn í bókinni er holl, lífræn og fjölbreytt fæða sem leggur mikilvægan grunn að góðu matarræði eða góðum matarvenjum öllu heldur.

Auk þess að gefa út bókina hefur Ebba Guðný reglulega haldið námskeið fyrir þá sem vilja mæta í eigin persónu og nema fræðin. Eins heldur hún úti Facebook síðu bókarinnar þar sem foreldrar geta leitað ráða hjá henni auk þess sem hún setur reglulega inn nýjar uppskriftir og hollráð. Slóðin á Facebook síðuna er hér.

X