Loading

MÖMMUBLOGG: Úr einu í tvö

Nú er kominn rúmur mánuður síðan litli stjörnu strákurinn okkar hann Ellert Hugi kom í heiminn. Pjakkurinn er orðinn 6 vikna og dafnar vel. Það er búið að vera nóg að gera allir að læra á nýjasta fjölskyldu meðliminn og nýjum aðstæðum og svoleiðis.

Stóra stelpan okkar Freyja hefur staðið sig prýðilega í hlutverki stóru systur þó að það geti stundum verið erfitt að vera bara 2 ára og þurfa að deila athyglinni, en henni þykir mjög vænt um litla bróður sinni og er dugleg að koma með snuð handa honum og bangsa svo vill hún alltaf kyssa hann bless þegar hún fer á leikskólann og kyssir góða nótt áður en hún fer að sofa. Svo vill hún alltaf að allt sé eins. Ef hann fær bleyju þá þarf hún líka að fá bleyju og öfugt. Svo kom að því sem ég var eiginlega að bíða eftir, ég var svo viss um að það myndi gerast, en hún bað um að fá að súpa…ekki úr glasi eins og hún er vön hún vildi fá að súpa hjá mömmu eins og litli bróðir auðvitað! Það var mjög fyndið við vorum í sófanum inni í stofu einn laugardagsmorgun að horfa á barnefnið og hann Ellert var nýbúinn að klára að drekka og var enn í fanginu á mér og þá reisir Freyja sig við úr letilegu sófaklessu stellingunni horfir á mig og lítur svo á brjóstin á mér og segir; “Súpa” og ég svara; “Viltu súpa?” og hún horfit á brjóstin og tekur út úr sér snudduna og svarar; ”Já” og þá loksins fatta trega ég að hún vilji fá að súpa eins og litlibróðir fær að súpa…..ooog þá þurfti ég að fara útskýra og átti alveg von á einhverju drama því það væri alveg í anda Freyju sem er á hápunkti 2 ára gelgjunnar a.k.a. terrilble two’s. EN það var ekkert drama hún kinkaði bara kolli og setti snuðið aftur í munninn og hélt áfram að horfa á sjónvarpið.

Þetta er samt ekkert grín það er alveg biluð vinna að vera með tvö lítil börn undir þriggja ára. Ég tala nú ekki um allann þvottinn og dótið sem fylgir þeim! Ég er í alvörunni ALLTAF að þvo þvott og/eða ganga frá honum því ég er að reyna að halda þvottaskrímslinu frá sófanum mínum eins lengi og ég mögulega get! Þvottaskrímslið er samt enn til staðar það hefur bara fengið nýjann samastað sem heitir þvottakrarfa…og þar kúrir það dögunum saman og flakkar milli herbergja í körfunni eftir hentugleika. En uppáhalds staðurinn er samt á borðstofu borðinu, þar unir þvottaskrímslið sér í mestu makindum í körfunni alla daga. Ég keypti sem sagt auka þvottakörfu svo að ég hefði alltaf eina lausa til þess að ég hefði eitthvað til að flytja þvottinn frá þvottavélinni að þvottasnúrunni í einni ferð… þannig að þvottaskrímslið eignaðist loksins sitt egið bæli- Lúxus líf.

Svo erum við nýbúin að halda tveggja ára afmæli og skírn og þá bættist við alskonar nýtt dót sem þarf að koma fyrir og heill hellingur af umbúðum! Ég þoli ekki umbúðir! Það eru oft svo mikklar umbúðir utan um þessi leikföng og það er óþolandi!

En tölum aðeins um öll þessi föt! Sannkallað lúxusvandamál. Börnin mín eiga of mikið af fötum, svo mikið af fötum að það flæðir upp úr öllum skúffum og skápum það er eiginlega bara eins gott að ég klára aldrei að ganga frá þvottinum því það er eiginlega ekki pláss fyrir öll fötin þeirra! Ég bara skil ekki hvernig þetta er hægt! Ég kaupi bara nánast aldrei föt á þau þetta er allt sem við höfum fengið gefins og í öllum stærðum og það sem er of stórt þarf að geyma einhvers staðar þar til það passar… og til þess þarf pláss. Því er oft troðið aftast í skápinn og á það alveg til að gleymast þar þar til þau stækka upp úr því líka. Þetta er og verður sagan endalausa og ég er orðinn miskunnarlaus í að losa okkur við það sem er ekki notað lengur annars myndi þetta hertaka alla geymsluna. Verst er að núna búa hérna líka tvo fatapokaskrímsli sem bíða eftir að komast í Rauða krossinn en það virðist aldrei gefast tími til að fara með þetta í rauðakross gáminn.

En svona er þetta búið að vera í hnotskurn fullt af hálfkláruðum verkefnum, þetta blogg er búið að hanga hálfklárað í næstum tvær vikur núna svo berst ég við að halda íbúðinni okkar ásættanlegri. Ekki beint hreinni og fínni en í svona þolanlegu ástandi er alltaf að reyna að vinna mig aðeins upp en svo kemur erfiður dagur þar sem allt fer í fokk og ég hef ekki tíma eða nennu fyrir neitt svona auka og þá fer allt á núllið aftur. Svoldið mikið verið að synda á móti straumnum hérna. Ltili prinsinn er nefnilega ekkert mikið fyrir að leggja sig nema bara í svona smá dúrum eftir hádegið og mér þykir voða gott að leggja mig með honum á morgnanna eftir að Freyja er farin í leikskólann og seinnipartinn er hún Freyja komin heim og krefst að sjálfsögðu athygli og litli matmaðurinn hann Ellert Hugi vill að mestu hanga á brjósti frá svona 16 eða 17 og þar til hann sofnar á kvöldin. En sem betur fer sefur hann yfirleitt alveg alla nóttina eftir allt átið svo við fáum svefnfrið. Börnunum líður allavega vel og það er mikilvægara en hrein og fín íbúð.

Anna Sigrún

– – –

Ég heiti Anna Sigrún og er 28 ára. Ég á eina dóttur sem heitir Freyja og er fædd þann 1. maí 2015 og síðan er lítill drengur væntanlegur í heiminn í lok mars. Ég hef verið gift í þrjú ár en við höfum verið saman síðan 2009.

Ég bý og vinn í Breiðholti, er að vinna á leikskóla í augnablikinu en það styttist í að ég fari í veikindaleyfi á síðustu vikum meðgöngunnar og við tekur svo fæðingarorlof. Helstu áhugamál mín eru barnauppeldi og barnamenning, förðun, ljósmyndun, DIY stúss og falleg hönnun. Ég hef MJÖG gaman af því að versla og skoða allskonar sniðugt á netinu og svo er ég með skipulagsdellu! Ég er mjög dugleg að búa til allskonar lista og skipulag yfir hvernig er best að skipuleggja hitt og þetta… en ég er ekki alveg jafn góð í að fylgja þeim, sérstaklega innan veggja heimilisins.

– – –

Langar þig að verða bloggari? Ertu sprengfull/ur af hugmyndum? Dugar Facebook ekki lengur til að tjá þín hjartans mál? Ertu sæmilega ritfær og skemmtilegri en allt?
Þá er þetta algjörlega málið fyrir þig.

Umfjöllunarefnið er allt sem viðkemur börnum, hinu daglega lífi, hversdagskrísum, merkilegum uppgötvunum, sniðugum hugmyndum og flest allt þar á milli. Foreldrahandbókin.is er vefsíða sem byggir á samnefndri bók sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en er væntanleg aftur nú á vormánuðum. Síðan hefur alla jafna verið með vinsælustu lífstíls/fréttasíðum landsins og á sér dyggan lesendahóp.

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur póst á netfangið: thora(hjá)foreldrahandbokin.is

X