Loading

Varað við innkaupakerrunum í Costco

Í pósti ætluðum foreldrum í Costco-hópnum er varað við því að innkaupakerrurnar geti verið hættulegar litlum fingrum. Sú sem birti póstinn segist vilja vara fólk við og passa að börnin haldi ekki í hliðarnar á kerrunum. Algengt sé að fingur klemmist þegar kerrur rekist saman og segist hún hafa séð þetta gerast nokkrum sinnum.

Pósturinn vakti mikla athygli go var fólk duglegt að benda á alls kyns slysahættur sem geta skapast þegar stórar innkaupakerrur, oft fullar af varningi og vel þungar, skella á litlum puttum eða lenda á litlum líkömum.

Eins er varað við því að börn geti orðið viðskila við foreldra sína, jafnvel týnst og því mikilvægt að hafa augun á þeim öllum stundum.

X