Loading

VEFSÍÐA UM FYRIRBURA

Vefsíðan fyrirburar.is er ætluð fyrirburaforeldrum með börn á öllum aldri og er sérstaklega ætlað verðandi og nýbökuðum fyrirburaforeldrum. Markmiðið er að undirbúa foreldra undir fyrirburafæðingu, dvöl á nýburagjörgæsludeild og hjálpa þeim að takast á við aðstæðurnar. Á vefsíðunni  er fjallað um meðgönguna og helstu orsakir fyrirburafæðinga og greint frá ferlinu sem taki við ef fyrirburafæðing er yfirvofandi. Umfjöllun er um helstu vandamál sem fyrirburar eru líklegir að glíma við á nýburaskeiðinu. Sagt er frá Vökudeild Barnaspítala Hringsins, birtar myndir af deildinni og helstu tækjum og búnaði sem fyrirburar geta þarfnast aðstoðar frá á deildinni og sagt frá virkni þeirra og tilgangi. Fjallað er um tilfinningar foreldra og foreldrahlutverkið á sjúkrahúsinu og foreldrum gefin ráð um umönnun fyrirbura, um heimförina af sjúkrahúsinu, fyrstu árin í lífi barnsins og framtíðarhorfur fyrirbura. Auk þess sem greint er frá helstu réttindum fyrirburaforeldra.

Á vefsíðunni er að auki hægt að finna spjallsíðu fyrirburaforeldra, tengla yfir á heimasíður fyrirbura, reynslusögur fyrirburaforeldra, upplýsingar um félag fyrirburaforelda og ýmsan fróðleik um fyrirbura.

Umsjónarmaður síðunnar er Drífa Baldursdóttir lýðheilsufræðingur og fyrirburamóðir. Hægt er að hafa samband í gegnum vefpóst á drifa@fyrirburar.is

Fræðsluefnið sem er á síðunni var unnið sem meistaraverkefni í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2009, undir leiðsögn dr. Geirs Gunnlaugssonar prófessors við skólann og með samvinnu við yfirmenn Vökudeildar Barnaspítala Hringsins, Þórð Þórkelsson yfirlækni og Ragnheiði Sigurðardóttur deildarstjóra.

Þróunarverkefnið um gerð vefsíðunnar fyrirburar.is hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna árið 2009. Þórður Þórkelsson yfirlæknir var umsjónarmaður þróunarverkefnisins.

X