Loading

VEGNA UMFJÖLLUNAR UM KARL VIGNI

Leikskólakennarinn Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifaði status sem mér finnst vert að deila…

Vegna umfjöllunar Kastljós um barnaníðinginn Karl Vigni þá vil ég minna fólk á að gæta tungu sinnar þegar það fjallar um hann og aðra barnaníðinga. Alltof mörg börn verða fyrir því að náinn ættingi eða fjölskylduvinur sem þeim þykir vænt um misnoti þau. Ef þau heyra að fólk vilji drepa þá eða misþyrma á einhvern hátt þá eru litlar líkur á að þau komi fram og segi frá því sem þau eru að verða fyrir. Því þrátt fyrir allt þá þykir þeim vænt um aðstandandann og vilja honum ekki illt. Það er fólk sem hefur ekki sagt frá vegna þessa og það eru börn þarna úti sem ekki segja frá vegna stórra orða frá fólki sem er í kringum það.
Pössum okkur fyrir börnin en ekki níðingana

X