Loading

VEGUR 20 KÍLÓ – AÐEINS 10 MÁNAÐA GAMALL

Kína – Xiao Lei vóg einungis 3.5 kíló við fæðingu en hefur bætt hressilega á sig allar götur síðan. Einungis tíu mánaða gamall vegur hann 20 kíló og er svo komið að læknar eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af holdarfari hans. Móðir hans fullyrðir að hann nærist einungis á brjóstamjólk og að hann sé mjög lystarmikill. Hún hafi hvorki gefið honum mat né þurrmjólk en þekkt er að þurrmjólk í Kína uppfylli ekki alveg þær kröfur sem almennt eru gerðar.
Læknar hafa hins vegar bent á að Xiao litli verði að losa sig við einhver kíló enda sé svona ungur líkkami ekki gerður til að bera svona mörg kíló.

Heimild: Sky News

X