Loading

VERSTI PABBI Í HEIMI?

Eða mögulega einn af þeim hugmyndaríkustu, sniðugustu og klárlega skemmtilegustu. Dave Engledow og eiginkona hans Jean eignuðust dótturina Alice Bee árið 2010. Dave vildi gera eitthvað öðruvísi í barnamyndunum og byrjaði að taka myndir sem nú eru að slá í gegn. Fyrsta myndin var tekin þegar Alice er einungis átta vikna en þar gerir Dave grína af sér sem svefnvana foreldri. Hann póstaði myndinni á Facebook og fékk svo góð viðbrögð að hann hélt áfram uppteknum hætti. Í fyrra gerði hann lítið dagatal og í ár hefur hann leitað á náðir fjármögnunarsíðunnar Kickstarter til að fjármagna stærra upplag af dagatalinu.

Eiginkona hans er í bandaríska hernum og er dugleg við að aðstoða Dave á myndunum – þótt hún sé sjaldnast í mynd sjálf.

X