Loading

VERSTU ÓLÉTTUMYNDIR ALLRA TÍMA

Fallegar bumbumyndir eru dásamlegur minnisvarði um tímabil sem í huga margra er svo óendanlega merkilegt. Myndirnar þurfa ekki að vera flóknar til að vera fallegar en endrum og eins er útkoman ekki alveg eins og best verður á kosið. Við rákumst á þetta myndasafn inn á babble.com en myndirnar koma úr öllum áttum.

Fremst þar meðal jafningja er sjálfsagt söngkonan Jessica Simpson sem ákvað á dögunum að tilkynna að hún væri ólétt með því að klæða sig í múmíubúning (í tilefni hrekkjavöku) og setja myndina inn á vefsíðuna sína með fyrirsögninni: It´s True! I´m going to be a mummy! – fyrir þá sem ná gríninu þá er hún að leika sér með orðin mummy og mommy – múmía og mamma – hahahah… bráðsmellið.

En hér eru myndirnar – njótið!

X