Loading

VIÐ ELSKUM EINAR ÁSKEL

Sænsku snilldarbækurnar um Einar Áskel hafa verið í uppáhaldi kynslóð eftir kynslóð og þökk sé Forlaginu er smám saman verið að endurúgefa þessar perlur. Í bókunum fylgjumst við með Einari Áskeli og pabba hans í daglegu amstri og endrum og eins bera bækurnar aldurinn illa – en það er sárasjaldan. Nostalgían svífur yfir vötnum á kvöldin þegar að bækurnar eru lesnar fyrir ungana og sem einlæg áhugakona um fallegar barnabækur verður ég að viðurkenna að bækurnar eru með þeim fallegri sem í boði eru. Það er því sannur fjársjóður falinn í Einars Áskells bókunum… fjársjóður sem á vonandi eftir að halda áfram að gleðja komandi kynslóðir.

Nú nýverið komu út tvær nýjar bækur: Flýttu þér Einar Áskell og Höldum veislu Einar Áskell. Báðar eru frábærar og taka á dæmigerðum hversdagskrísum sem eiga sér stað á flestum heimilum – allavega í bókinni Flýttu þér Einar Áskell.

Við elskum Einar Áskel.

xx Þóra

X