Loading

VIÐVÖRUN: Blue Whale áskorunin

Leikur á samfélgasmiðlum sem kallast The Blue Whale Challenge er að valda miklum ursla vestanhafs þessa dagnana. Um er að ræða leik sem inniheldur áskoranir sem eru allt annað en uppbyggilegar og síðasta áskorunin er sjálfsvíg.

Talið er að krakkar finni leikinn með því að nota ákveðin millumerki (#) eða komast inn í ákveðnar grúbbur þar sem þau tengjast öðrum. Þar eru jafnan eldri einstaklingar sem egna keppendur áfram en áskoranirnar eru allt að fimmtíu á dag og sú síðasta er sjálfsvíg. Áskoranirnar eru margar hverjar tengdar sjálfskaða og öðrum áhættusömum athöfnum.
Síðustu tíu dagana þarf keppandi að vakna á ákveðnum tíma snemma morguns, hlusta á tónlist og hugsa um dauða. Þeir sem hætta við fá jafnan hótanir, oft um að foreldrar þeirra verði drepnir.

Leikurinn er upprunninn í Rússlandi og það var blaðamaðurinn Galina Mursaliyeva sem greindi fyrst frá honum opinberlega þegar hún skrifaði greinaflokk um svokallaðar „dauða grúbbur” eins og hún kallaði það eftir að hafa talað við móður 12 ára stúlku sem hafði fyrirfarið sér. Það sjálfsvíg fékk Mursaliyeva til að rannsaka málið frekar og olli umfjöllunin miklu uppnámi í Rússlandi og var jafnvel talað um að takmarka aðgang ungmenna að netinu.

Samfélagsmiðlar á borð við Instagram hafa brugðið á það ráð að setja inn viðvörun þegar millumerkið #bluewhalechallenge er sett inn og almennt er talað um að börn á aldrinum 10-15 ára séu móttækilegust fyrir áhrifum hans.

Umfjöllun Bloomberg um málið má lesa hér.

X