Loading

VIÐVÖRUN: STÓRHÆTTULEGUR UNGBARNASTÓLL INNKALLAÐUR

Fjórir smásölurisar í Bandaríkjunum hafa innkallað sérstakan ungbarnastól í kjölfar fimm dauðsfalla og fjölda slysa af hans völdum. Stóllinn kallast The Nap Nanny og líkir eftir barnabílstól í laginu. Barnið er því í hálf sitjandi stöðu sem sagt er að dragi úr kveisu, bakfæði eða öðrum kvillum. Búið var að gefa út viðvaranir vegna stólanna en þrátt fyrir þær og áðurnefnd dauðsföll hefur framleiðandi stólsins þráast við.
Því hafa smásölurisarnir fjórir: Amazon, Buy Buy Baby, Diapers.com og Toys R Us/Babies R Us ákveði að innkalla og endurgreiða stólinn.

Það er því full ástæða til að koma þessum skilaboðum til íslenskra foreldra sem kunna að eiga stólinn en hundruð þúsunda eintaka hafa verið seld á undanförnum þremur árum.

Talsmaður fyrirtækisins sem framleiðir Nap Nanny er ekki sammála því að stólinum sé beint að kenna um dauðsföllin og slysin og hefur sent frá sér ítarlega yfirlýsingu á heimasíðu sinni en fyrirtækið hefur jafnframt hætt störfum.

Heimild: Washington Post

X