Loading

VIGTUÐ OG MÆLD

Nú hef ég verið í næstum 8 mánuði í einkaþjálfun. Á þessum tíma hef ég aldrei verið mæld eða vigtuð! Á tímabili var ég farin að vigta mig oftar en einu sinni á dag og varð örg ef vigtin hopaði um einhver grömm til eða frá. Eins og vitrun birtist mér yndisleg og góð vinkona í kollinum sem minnti mig á að ég væri á leið í óefni með þessu áframhaldi!

Ég er svo gott sem hætt að spá í vigtinni. Og mér hefur sjaldan liðið betur!

Ég er aldrei kvíðin eða stressuð fyrir tímanum, „ætli vigtin hafi farið niður á við – ætli ég hafi minnkað á einhvernveginn – ætli fituprósentan sé lægri en áður“ eða eitthvað í þessa áttina. Þvert á móti!
Í staðinn fer allur tíminn í að brosa og hlægja saman, spjalla og æfa. Eða eins og öðlingurinn minn orðaði svo vel:“Ég skil ekki að fólk haldi enn að einkaþjálfun snúist bara um kg og fituprósentur. Einkaþjálfun, hjá mér allavega, snýst um að verða betri. Hvort sem það er að auka almennt hreysti. Laga stoðkerfisvandamál, verki, lífsstílsvandamál eða einblína á ákveðin atriði í þjálfun eins og t.d. stökkkraft og hraða og styrk til að bæta sig í íþróttagrein. Verum sveigjanleg og snjöll. Vinnum í því sem við viljum laga og verða betri í. Einfalt.“

Áður fyrr mældi ég árangur minn með vigtinni. Og varð minn allra versti óvinur stóðst ekki væntingar. Í dag er árangurinn mældur í t.d. að þyngja lóðin frá því síðast, fjölda repsa, hrósum og gleði einkaþjálfans yfir framförum sem hann sér hjá mér, lækkandi recoverypúlsi, andlegri líðan og svo mörgu öðru sem tengist framförum í ræktinni.

Ég var komin á þann punkt að elska stelpuna sem ég sá í spegilnum sama hvernig hún leit út og sama hvað tala á vigtinni segði. Ef ég gæti það ekki yrði ég að gera eitthvað í mínum málum. Og ég gerði það. Með það að leiðarljósi að missa kíló og líta út eftir fyrirframgefinni hugmynd samfélagsins um fegurð og kynþokka.
Ég uppgvötaði að ég gat ekki elskað stelpuna sem ég sá speglast í búðargluggum og ég ákvað því að gera eitthvað í því. Ein stærsta vitrunin til þess var að fara í „Heilsumarkaðinn/key habits“ og fá ráðleggingar með mataræði. Ég átti að innbyrgða margfalt fleiri kalóríur en ég hafði leyft gylliboðum að telja mér trú um! Og viti menn eitthvað fór að gerast!

Ég er að byrja að geta þótt pínu vænt um stelpuna sem ég sé í speglinum. Með hjálp dásemdar einkaþjálfa og frábærs baklands er mér að takast það. Og ekkert af því tengist kílóunum! Mér finnst miklu skemmtilegra að monta mig af framförunum í ræktinni heldur en hvernig kílóin glata tölunni á þessari vegferð minni.

Mikill tími hjá mér fer í að leita mér að hvatningu í ýmiss konar formi. Þó einna helst á netinu og þar er ég að sjá æ oftar „strong is the new skinny“. Þar sem er verið að minna konur á að þetta felist einmitt ekki allt í kílóamissi, heldur einmitt að styrkja sig. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að líta út eins og vöðvatröll, nema viðkomandi sé að sprauta einhverju sulli í óæðri endan á sér!

Ég hef því miður einnig horft upp á alltof magar vinkonur/kunningjakonur feta kílóaslóðan og aðal setningin er „þegar ég verð mjó“ eða „þegar ég næ x kílóatölu“ – Þá á eitthvað stórfenglegt að gerast! Hvort sem það er að eignast kærasta, geta farið í nám, fara í sund eða sigra andlega púka í kollinum.
Margar hverjar hafa náð tilætluðum árangri EN þegar upp var staðið gerðist ekkert af því sem kom á eftir gullnu setningunni „þegar ég verð…“. Því þetta fólst ekki í kílóatölunni! Á vegferðinni gleymdist alveg að huga að hliðinni sem hafði ekkert með vigtina að gera. Í dag eru flestar þessarar frábæru kvenna komin á algerlega samastað og áður hvað varðar kílóin – þau komu hlaupandi til baka þegar framtíðin sem vonast hafði verið eftir með vissri kílóatölu blasti ekki við.

Virðum okkur eins og við erum. Hættum að hanga á vigtinni og þeirri random tölu sem henni dettur í hug að sýna í það skiptið!
Notum ræktina (hvaða rækt s.s. það er hlaup, sund, bootcamp, crossfit, einkaþjálfun etc) sem geðlyfið okkar/útrás og munum að við erum ekki að þessu til að ofgera okkur og líkama okkar!

Hvet ykkur til að lesa pistalana hennar Röggu Nagla, hörkukvendis – sérstaklega þennan HÉR.

X