Loading

Vildi hafa „kúk”-þema í afmælinu sínu

Börn eru snillingar og flest könnumst við að þau geta verið afskaplega þver þegar þau bíta eitthvað í sig. Hin þriggja ára gamla Audrey tók ekki annað í mál en að þemað í afmælinu hennar yrði kúkur.
Móðir hennar, Rebecca, sagði í samtali við Huffington Post að hún hafi reynt svo mánuðum skipti að fá hana til að skipta um skoðun. Það hafi allt verið reynt en Audrey hafi verið staðráðin í að hafa þemað kúk.
Það var því ákveðið að verða að óskum hennar og boðið var upp á veitingar og leiki sem voru í anda þemans. Rebecca gekk svo langt að vera í kjól sem minnti á kúk og allt var þetta bráðfyndið og afskaplega vel heppnað eins og myndirnar sýna.

X