Loading

VILT ÞÚ VERÐA STUÐNINGSKONA?

Námskeið stuðningskvenna verður haldið nú í janúar. Námskeiðið er alls 9 klukkustundir og dreifist á þrjá daga

 • laugardaginn 21. janúar frá 9.00-12.00,
 • miðvikudaginn 25. janúar frá 18.00-21.00
 • laugardaginn 28. janúar frá 9.00-12.00

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á brjóstagjöf og vilja deila áfram reynslu sinni og þekkingu.

Innifalið í námskeiðinu eru námsgögn og léttar veitingar meðan á námskeiðinu stendur. Námskeiðsgjald er 12.000.- og greiðist við afhendingu námsgagna.

Að námskeiði loknu þurfa konur að skila inn verkefni og mega eftir það kalla sig stuðningskonur og starfa sem slíkar.

Námskeiðið er í fyrirlestraformi og hvatt er til umræða meðan á fyrirlestri stendur. Í lok dags gefst nemendum færi á að vinna verkefni sem lögð eru til grundvallar prófinu í hópi. Að námskeiði loknu ættu allir að búa yfir haldgóðri þekkingu á bjróstagjöf og hvernig er hægt að leiðbeina við hana.

Fyrirlestrar og efni námskeiðsins eru:

 • Brjóstagjafasamtökin og stuðningskonur: Framkvæmd, vinnubrögð og siðareglur.
 • Líffærafræði brjósta og brjóstamjólkur
 • Brjóstagjöf fyrstu mánuðina, eðlileg þyngdaraukning, útskilnaður, áhrif á framleiðslu
 • Vandamál frá sárum geirvörtum til brjóstastífla
 • Mjólkun og meðhöndlun, hjálpartæki og bollagjöf
 • Sog og stellingar við brjóstagjöf, mat á brjóstagjöf.
 • Ávinningurinn af langri brjóstagjöf og lok brjóstagjafar
 • Svefn brjóstabarna og næturgjafir
 • Stutt myndbönd verða sýnd til glöggvunar
 • Boðið er upp á verkefnavinnu í lok dags.
 • Umræður

Til þess að geta kallað sig stuðningskonu og fá nafn sitt sett inn á heimasíðuna þarf nemandi að skila prófi sínu inn til leiðbeinanda og fara yfir brjóstagjafareynslu sína með honum. Mælt er með því að vera búin að skrifa brjóstagjafareynslu sína áður en námskeið hefst. Þið eruð eindregið hvattar til þess að skila prófinu í lok námskeiðs en megið skila því sólarhring seinna. Þegar þið eruð búnar að skila inn lokaverkefninu er nafn ykkar og símanúmer sett inn á heimasíðuna og þið getið búist við að fá fyrirspurnir frá mæðrum.

Í upphafi námskeiðs er öllum útvegaður leiðbeinandi/ handleiðari. Reynd stuðningskona er ykkur innan handar fyrsta árið, fer yfir prófið og leiðir í gegnum brjóstagjafareynsluna og tilbúin að svara spurningum sem kunna að vakna í gegnum síma eða póst.
Eftir útskrift megið þið kalla ykkur stuðningskonur og starfa sem slíkar. Nöfn ykkar og símanúmer verða birt á síðunni og ef þið eruð með séróskir varðandi tíma þá endilega sendið okkur hann svo við getum sett hann inn líka. Við útskýrum það nánar á námskeiðinu.
Nauðsynlegt er að fá eftirfarandi upplýsingar sem fyrst:

Nafn, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, símatíma og msn ef þið eruð til í að spjalla þannig.

Takk fyrir að taka þátt og efla starfsemi stuðningskvenna.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á studningskona [at] brjostagjafasamtokin.org eða í síma 862-4804

X