Loading

VILTU AÐ BARNIÐ VERÐI TÆKNITRÖLL?

Ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í Chicago sýnir fram á að börn sem leysa gátur og þrautir frá tveggja ára aldri séu líklegri til að standa sig vel í raungreinum í framtíðinni.

Að sögn Susan Levine, sálfræðings við Háskólann í Chicago og annars höfunda rannóknarinnar, þýðir það að börn sem sé kennt að leysa gátur öðlist aukinn áhuga og skilning á stærðfræði og séu í framhaldinu líklegri til að velja sér vísindatengd fög í námi. Slíkt þýði í framhaldinu að þau börn séu líklegri til að gera tækni- og vísindagreinar að ævistarfi.

Niðurstaðan er því einföld. Ef þú vilt að barnið verði verkfræðingur, tölvunarfræðingur, stæðrðfræðingur, stjörnufræðingur, eðlisfræðingur eða eitthvað í þá veruna er um að gera að verða sér út um þrautir og gátur…

Ljósmynd: iStock

X