Loading

Viltu dúkku með slitför eða í hjólastól?

Fjölbreytileikanum ber að fagna og bandaríska fyrirtækið Lammily hefur tekið dúkkuhönnun skrefinu lengra. Dúkkurnar eru í „eðlilegum” stærðum og hægt er að fá á þær alls konar aukahluti eins og bólur, fæðingabletti og slitför.

Fyrirtækið heldur áfram að bæta við sig vörum og nýjasta afurðin er dúkka í hjólastól eða reyndar bara hjólastóll enda er hjólastóll aukahlutur fyrir venjulegar dúkkur. Ekki satt.
Hér er hægt að skoða dúkkur frá Lammily en hjólastóllinn er væntanlegur í búðir (erlendis) í vor. Væntanlega er samt hægt að panta vörur frá þeim í gegnum vefverslun þeirra. Það hlýtur bara að vera.

X