Loading

VILTU EIGNAST STRÁK EÐA STELPU?

Vissir þú að hægt er að framkvæma eitthvað hókus pókus á fósturvísum og kyngreina þá? Samkvæmt tæknifrjógvunarstofunni Seattle IVF í Kanada er það hið minnsta mál og mjög áreiðanlegt – svo áreiðanlegt að stofan auglýsir nú grimmt meðal þjóðernishópa þar í landi þar sem eftirsóknaverðara er að eignast stráka.

Þrátt fyrir það er ólöglegt með öllu að mismuna fóstrum eftir kynferði í kanadískum lögum – en tæknifrjógvunarstofan lætur það ekki stöðva sig heldur segir að tilgangur kyngreiningarinnar sé fyrst og fremst að hjálpa fólki þar sem annað hvort kynið er í sérlegum áhættuhóp út af kynferði, sbr. sjúkdóma sem leggjast eingöngu á annað kynið.

Auglýsingar fyrirtækisins hafa vakið upp miklar deilur og vilja margir banna þær með öllu. Aðrir benda á að greinilegt sé innan ákveðinna þjóðernishópa þar sem meirihluti barna er karlkyns, að verið er að eyða kvenkyns fóstrum í stórum stíl. Vilja þeir meina að betra sé að velja strax í stað þess að eyða stálpuðum fóstrum.

Svona lítur auglýsing Seattle IVF út:

Hægt er að nálgast heimasíðu fyrirtækisins HÉR.

X