Loading

VILTU HORFA Á HEIMAFÆÐINGU Í BEINNI?

Langar þig að sjá alvöru fæðingu í rauntíma? Þá er þér boðið að fylgjast með Nancy Salgueiro en hún á von á sér þann 7. október nk. Nancy er fæðingarþjálfi, kírópraktor og sérfræðingur í fæðingarfræðslu og nýjasta uppátæki hennar hefur vakið heimsathygli. Markmið hennar er að breyta hefðbundnum hugmyndum um fæðingar og hvernig við upplifum þær. Fæðingar séu ekki sjúklegt ástand þar sem sjúkrahús og læknar spila lykilhlutverk heldur sé fæðingin ferli sem að móðir og barn fara í gegnum – náttúrulegt ferli sem að búið er að aftengja menningunni að vissu leiti.

Mér finnst að fæðingunni hafi verið stolið frá konum … og það er okkar að endurheimta hana,

segir Nancy en meðfylgjand er myndband þar sem hún útskýrir mál sitt og tilganginn með uppátækinu.
Hægt er að fara inn á heimasíðu Nancy hér og skrá sig á póstlista. Síðan færðu póst þegar að hríðirnar hefjast og getur fylgst með öllu ferlinu í gegnum tölvuna.

Slóðin inn á vefsíðu Nancy er: http://yourbirthcoach.com/

X