Loading

Vinsælustu og óvinsælustu tímar fyrir foreldra að stunda kynlíf á

Það vita allir foreldrar að ansi margt breytist þegar barn kemur í heiminn… þar á meðal kynlíf foreldranna sem þarf oftar en ekki að víkja fyrir svefnmynstri ungbarnsins auk þess sem lífið verður bara umtalsvert flóknara.

Gerð var ansi viðamikil rannsókn á kynlífi para eftir barneignir og þar kom margt ansi merkilegt í ljós. Meðal annars að það er nóg að stunda kynlíf einu sinni í viku til að allir séu sáttir og að vinsælustu tímarnir eru ekki á nóttunni og alls ekki á virkum dögum. Helgarmorgnar eru þar sérlega vinsælir og kvöldin… frá 9.30-11.30. Eftir það eru foreldrarnir greinilega sofnaðir.

Óvinsælustu tímarnir eru virkir dagar – þá á morgnanna og á kvöldmatartíma helst – og eins um helgar klukkan fimm!

Við gátum sagt okkur sjálf enda ansi fáir foreldrar sem hafa lausa stund til að stunda kynlíf klukkan átta á mánudagsmorgni.

X