Loading

VISSI EKKI AÐ HÚN VAR ÓFRÍSK

Amanda Prentice og eiginmaður hennar voru búin að reyna svo árum skipti að verða ófrísk en án árangurs. Voru þau farin að íhuga ættleiðingu enda staðráðin í að stofna fjölskyldu.

Þann 23. apríl sl. varð Amanda hins vegar veik og flutt í skyndi á sjúkrahús. Þar mátu læknarnir ástandið lífshættulegt og hún var flutt með sjúkraflugi á stærra sjúkrahús. Þar lá hún meðvitundarlaus í tvo daga uns hún vaknaði. Þá tjáðu læknarnir henni að blóðþrýstingur hennar hefði rokið upp úr öllu valdi og að ástæðan væri að hún væri ófrísk. Var Amanda grunlaus með öllu um ástand sitt og kvaðst aldrei hafa fundið neinar hreyfingar auk þess sem hún hefði klæðst sömu fötum alla meðgönguna og hún klæðist alla jafna.

Hjónunum fæddist síðan lítil og heilbrigð stúlka fimm tímum síðar og eru í skýjunum.

X