Loading

VÓG 360 GRÖMM VIÐ FÆÐINGU

Einn minnsti fyrirburi sem fæðst hefur í heiminum var á dögunum útskrifuð af sjúkrahúsi í heimalandi sínu Brasilíu.

Carolina Terzis fæddist eftir fimm mánaða meðgöngu og vóg aðeins 360 grömm.

Henni var vart hugað líf en með ótrúlegri seiglu tókst að halda henni stöðugri og nú er svo komið að Carolina litla er farin heim. Að sögn lækna braggast hún vel.

X