Loading

VON Á ÖÐRU BARNI?

Þær fregnir berast nú frá Brasilíu að ofurfyrirsæta Gisele Bundchen og eiginmaður hennar Tom Brady eigi von á sínu öðru barni. Fyrir eiga hjónin soninn Benjamín sem er rúmlega tveggja ára gamall.

Það var brasilíska blaðakonan Vivian Masutti sem að greindi frá fregnunum en hún hefur eftir áreiðanlegum heimildarmönnum að líkami Gisele hafi tekið breytingum á undanförnum vikum sem bendi sterklega til þess að hún sé ófrísk.

Fregnirnar hafa ekki fengist staðfestar.

X