Loading

“WHERE CHILDREN SLEEP”

Ein fallegasta bók sem við höfum rekist á lengi er eftir James Mollison og heitir Where Children Sleep. Í henni ferðast hann um heimin og tekur myndir af börnum og leiksvæði þeirra. Markmiðið er að sýna börnin sem sjálfstæðar persónur og til þess valdi Mollison að mynda þau í svefnherbergjum sínum eða á leiksvæðum því þar séu þau á sínu heimasvæði þar sem ímyndunaraflið fái lausan tauminn.

Í bókinni er leitast við að sýna fram á fjölbreytileikann sem býr í heiminum og hversu mikill munur er á stöðu og lífsgæðum barna eftir landsvæðum. Slíkt hafi þó lítið með hamingjuna að gera né ímyndunaraflið því ekki þurfi mikið til að skapa ævintýraheim.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr bókinni en hægt er að kynan sér hana nánar HÉR.

X