Loading

Yndislegar tvíburamyndir

Stundum fara myndatökur ekki alveg eins og til stóð – sérstaklega ekki þegar verið er að mynda tvö þriggja ára börn og tvö nokkurra daga gömul… í einu.

Ljósmyndarinn Juliet Cannici og eiginkona hennar Nikki eignuðust í lok janúar tvíburana Giu og Gemmu. Fyrir áttu þær tvíburana Nico og Siena, sem verða þriggja ára í apríl.

Juliet vildi taka fallegar ungbarnamyndir af litlu tvíburunum og að sjálfsögðu leyfa þeim eldri að vera með. Hún leigði ægilega fín föt og undirbjó myndatökuna vel en þegar á hólminn var komið voru Nico og Siena allt annað en ánægð með þetta.

Hún leyfði þeim því að fara úr fötunum og leika sér. Skömmu síðar kviknaði hugmyndin af myndinni sem vakið hefur athygli og aðdáun um heim allan en hún sýnir á ótrúlega áhrifamikinn hátt tengslinn milli systkynanna og ánægju þeirra eldri með litlu dömurnar.


Eins og sjá má voru Nico og Siena ekkert alltof sátt við búningana.

Ljósmyndir: Huffington Post / West on Jade Photography

X