Loading

YNGSTA AMMA HEIMS

Þessi frétt er eiginlega frekar sorgleg en ung kona í Rúmeníu, Ridca Stanescu, heldur því fram að hún sé yngsta amma í heimi.

Ridca, sem er 25 ára í dag, eignaðist barnabarnið fyrir tveimur árum síðan og var því einungis 23 ára þegar ömmutitilinn var í höfn.

Sjálf varð hún móðir þegar hún var 12 ára gömul og óskaði þess eins að dóttir hennar fengi betra hlutskipti í lífinu en hún. Það varð þó ekki því að dóttir hennar, María, varð ófrísk einungis 11 ára gömul.

Ridca tilheyrir Róma-fólki sem í daglegu tali kallast sígunar. Í þeirri menningu er hefð fyrir því að gifta svo ungar stúlkur eins hryllilegt og það hljómar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd af Ridca og dóttursyni hennar.

X